Setja Samherjaís í sölu - „bragðast eins og spilling“

Samherjaísinn til vinstri en til hægri má sjá Þorstein Má …
Samherjaísinn til vinstri en til hægri má sjá Þorstein Má Baldvinsson. Ljósmynd/samsett

Ísbúðin Valdís hefur sett í sölu svokallaðan Samherjaís sem sagður er bragðast eins og spilling. Að mati ísgerðarfólksins er hin ákjósanlega bragðsamsetning sesambragð með jarðarberjasósu.

Á Facebook-síðu Valdísar er ísinn sagður „bragðast eins og spilling“.

Ekki er vitað hvort ísinn sé góður eða hvort hann muni slá í gegn en um áhugaverða samsetningu er að ræða sem ætti að vekja forvitni matgæðinga sem laðast að nýjum bragðsamsetningum.

 

Ljósmynd/Ísbúðin Valdís
mbl.is