Svona máttu alls ekki raða í uppþvottavélina

Ef þú hélst að það væri ekkert mál að setja í uppþvottavélina leiðist okkur að þurfa að tilkynna þér að það eru allar líkur á að þú sért að gera það vitlaust að einhverju leyti. Hver uppþvottavél er ólík og búið er að sérhanna hana með tilliti til þess hvernig vatnið úðast um vélina og þar fram eftir götunum. Flestir athuga ekki að skoða leiðbeiningabæklinginn sem fylgir vélinni en þar má finna nauðsynlegar upplýsingar til að hámarka þvottagetu vélarinnar.

Hér eru nokkur atriði sem fólk flaskar oft á:

  • Diskar eiga alltaf að halla fram — ekki aftur.
  • Ekki flokka hnífapörin. Ef þú þværð skeiðarnar allar í sama hólfi eru líkur á að þær festist saman.
  • Tæmdu neðri skúffuna fyrst. Segir sig sjálft.
mbl.is/Colourbox
mbl.is