Heitustu tilboð helgarinnar

Ljósmynd/Georg Jensen Damast

Það er víða eftir miklu að slægjast um helgina en í Hagkaup er nánast allt fyrir utan matvöru á taxfree sem jafngildir um 20% afslætti.

Sama gildir í versluninni Kúnígúnd sem er með sérlegan damasksérfræðing frá Georg Jensen í heimsókn sem ráðleggur fólki varðandi val á og meðferð vefnaðarvöru. Af því tilefni er 25% afsláttur af öllum rúmfatnaði og handklæðum og 15% afsláttur af dúkum, renningum, viskastykkjum og tuskum. Þau tilboð eru í gangi milli 13-17 meðan sérfræðingurinn er á svæðinu.

Víða eru verslanir að bjóða allskyns afslætti og því má enn gera frábær kaup í aðdraganda jóla.

mbl.is