Prinsinn kominn með Bopp-ið í verslanir

Svavar Eysteinsson - betur þekktur sem Prins Póló.
Svavar Eysteinsson - betur þekktur sem Prins Póló. Árni Sæberg

Hinn eini sanni Prins Póló, sem í hversdagslífinu kallast Svavar Eysteinsson, hefur sett nýja vöru á markað sem kallast Bopp.

Bopp er snakk framleitt úr lífrænt ræktuðu íslensku bankabyggi. Byggið er hitað þangað til það poppast og á sama tíma mótað í stökkar flögur, ekki ósvipað hrískökum. Það er síðan saltað með vestfirsku sjávarsalti. Framleiðslan fer fram í snakkgerð Havarís á Karlsstöðum í Berufirði.

Bopp fæst í völdum verslunum Krónunnar og að sögn Svavars hafa viðtökurnar hafa verið frábærar.

„Við erum núna í því að kynna Boppið fyrir landanum og verðum meðal annars á Matarmarkaðnum í Hörpu 14. og 15. des.,“ segir Svavar og eru landsmenn hvattir til að fjölmenna í Hörpu þá helgina enda er mikil gróska í matargerð um þessar mundir og margt að sjá.

Dásamlegt Bopp!
Dásamlegt Bopp! Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert