Smárétturinn sem sló í gegn

Ljósmynd/María Gomez

Þessi skemmtilegi réttur er skemmtilega öðruvísi en hann er úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is sem segir hann hafa komið einstaklega vel út. Fyrir þá sem hafa gaman af því að prófa eitthvað nýtt er snjallt að bjóða upp á þetta við skemmtileg tilefni enda bæði bragðmikill og spennandi réttur.

„Ég brá því á það ráð að gera útgáfu af þessum rétti sem er bara mín eigin og með tvenns konar fyllingum. Annars vegar með gráðost fyrir þá sem hann elska og hins vegar með hvítlauksrjómaosti og camembert fyrir okkur hin,“ segir María um þennan skemmtilega rétt sem er vel þess virði að prófa.

Fylltar fíkjur vafðar með hráskinku

  • Ferskar fíkjur ca. 8 stk. eða magn eftir fjölda, 1-2 á mann

Fylling 1: Gráðost (fyrir þá sem það vilja, annars næstu ostar í línu fyrir neðan)

Fylling 2: Brie-ostur og 125 g askja af hreinum rjómaosti

Hráskinka (magn eftir hversu margar þið gerið)

2 hvílauksrif marin eða ½ geiralaus hvítlaukur

½ tsk. fínt borðsalt

steinselja

Hnetur til að toppa með:

  • ½ bolli hnetur (valhnetur, pekanhnetur eða fræ og hnetur blandað)
  • 1 msk. hunang
  • Klípa af grófu salti

Vinaigrette:

  • 2 msk. balsamikedik
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 msk. hunang
  • Salt og pipar

Aðferð: Ef þið ætlið ekki að nota gráðost byrjið þá á að gera fyllingu 2

Merjið hvítlauksrifin og setjið út í rjómaostinn

Hrærið svo salti og steinselju saman við

Skerið brie-ostinn í þunnar sneiðar

Skerið næst fíkjurnar langsum án þess að taka þær alveg í sundur, leyfið þeim að hanga saman eins og þið sjáið á myndunum

Setjið annaðhvort gráðostinn inn í fíkjuna, fyrir þá sem það vilja, en fyrir ykkur hin setjið þá eina sneið af brie-osti og ½-1 tsk. af hvítlauksrjómaosti

Lokið nú fíkjunni og vefjið hráskinku utan um og stingið tannstöngli þvert í gegnum hana miðja

Raðið í eldfast mót eða bökunarplötu með smjörpappa og stingið inn í 200-210C° heitan ofninn á blástur í 15-20 mínútur eða þar til hráskinkan er orðin stökk og falleg

Meðan fíkjurnar eru inni í ofninum skuluð þið rista hnetur á pönnu, setjið svo hunangið út á hneturnar á pönnunni

Takið hneturnar af og setjið á disk og sáldrið grófu salti strax yfir, gott að hafa vel af því

Stingið hnetum í frysti meðan vinaigrettið er gert klárt

Hrærið öllu saman sem á að fara í vinaigrettið og leggið til hliðar

Þegar rétturinn er til er fallegt að raða fíkjunum á klettasalat og dreypa svo vinaigrettinu yfir og mylja hneturnar ofan á

Gott er að hafa svo vinaigrette og aukahnetur til hliðar við réttinn fyrir þá sem vilja bæta á

Ljósmynd/María Gomez
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »