Fiskrétturinn sem bjargar deginum

Marineraður lax með grænkáli og avókadó.
Marineraður lax með grænkáli og avókadó. mbl.is/Femina.dk_Columbus Leth

Það er nauðsynlegt að hafa aðgang að uppskrift sem þessari þegar kroppurinn kallar á góðan og næringarríkan mat. Hér er fiskurinn marineraður og borinn fram með hrísgrjónum og grænkáli. Gott er að láta laxinn liggja í marineringu í hálftíma ef þú hefur tíma.

Fiskrétturinn sem bjargar deginum (fyrir 4)

 • 1 msk. sojasósa
 • 1 msk. hunang
 • ½ msk. sesamolía
 • ½ msk. límónusafi
 • 4 laxabitar
 • 2 msk. ólífuolía

Grænkál:

 • 100 g ferskt grænkál
 • 1 msk. sesamolía
 • Salt

Annað:

 • 4 dl hrísgrjón
 • 2 avókadó
 • 1 msk. svört sesamfræ
 • 1 límóna

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 2. Hrærið soja, hunangi, sesamolíu og límónusafa saman og penslið laxinn með marineringunni. Steikið laxinn upp úr olíu á pönnu í 4-5 mínútur á hvorri hlið þar til hann er steiktur í gegn.

Grænkál:

 1. Skerið grænkálsblöðin í grófa bita og snöggsteikið upp úr sesamolíu á pönnu þar til þeir eru stökkir og hafa tekið lit. Kryddið með salti.
 1. Skerið avókadó til helminga og fjarlægið steininn – skerið avókadó í bita.
 2. Setjið hrísgrjónin í skál og toppið með steiktu grænkáli, lax og avókadóbitum.
 3. Dreifið sesamfræjum yfir og berið strax fram með límónubátum.
mbl.is