Er hægt að þurrka þvott úti á veturna?

Þvottur úti á snúru um hávetur. Af hverju ekki?
Þvottur úti á snúru um hávetur. Af hverju ekki? mbl.is/iStock

Getum við þurrkað þvottinn okkar úti á veturna eða er það hreint út sagt galin hugmynd? Þegar stórt er spurt þá er svarið stundum einfalt! Það er ekkert sem jafnast á við þvott sem staðið hefur utandyra til að þorna – svo ferskur og ilmandi. Og við notum oftast allt sumarið til að henda út á snúru en af hverju ekki á veturna?

Það veltur ekki á hitastiginu úti heldur hversu mörg grömm af vatni loftið getur innihaldið á dag. Við lágan hita getur loft innihaldið minna vatn en við hátt hitastig og þess vegna þorna fötin oftast við háan hita.

Þegar þú hengir fötin þín út í góðu veðri gufar vatnið úr þeim frekar fljótt. Það er önnur saga þegar við hengjum út fötin í frostviðri. Til að byrja með mun eitthvað af vatninu gufa upp en mjög fljótlega mun vatnið frjósa. Eftir það munu ískristallarnir í fötunum gufa upp sem mun á endanum þurrka fötin.

Því getur þú sannarlega þurrkað fötin þín úti í frostinu, þú skalt bara vera við því búinn að það muni taka lengri tíma en á heitum sumardegi. Það getur verið gott að velja skýjalausan en vindasaman dag, þar sem sólin mun hjálpa til við að gufa upp hluta af vökvanum í fötunum og vindurinn mun hleypa fersku lofti inn sem flýtir fyrir þurrkunarferlinu og fötin verða fersk eins og nýkreistur ananas á eftir.

mbl.is/iStock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert