Geggjað jólagóðgæti á GOTT

Sigurður Gíslason, Klara Óskarsdóttir og Li.
Sigurður Gíslason, Klara Óskarsdóttir og Li.

Það fer að bresta á með jólum sem þýðir að veitingastaðir landsins eru komnir í jólagírinn. Hin hefðbundnu jólahlaðborð eru fremur á undanhaldi en hitt en þess í stað njóta jólaseðlar veitingahúsa gríðarlegra vinsælda enda má þar alla jafna finna spennandi útfærslur af jólamat.

Veitingastaðurinn GOTT Reykjavík er þar engin undantekning og boðið er upp á fremur snjallar útfærslur þar. GOTT er þekktur fyrir vandaðan mat úr úrvals hráefni þar sem notaleg stemning og almenn þægilegheit eru í fyrirrúmi. Að sögn Klöru Óskarsdóttur, einn eigenda og veitingastjóra GOTT Reykjavík er staðurinn mjög vinsæll meðal allra aldurshópa. „Fólk er mikið að koma til okkar áður en það fer á tónleika og leikhús og almennt séð er frábær stemning á GOTT enda maturinn góður og þjónustan til fyrirmyndar,“ segir Klara og hlær sínum dillandi hlátri en flestir fastakúnnar GOTT þekkja hana með nafni enda tekur hún vel á móti sínu fólki. Klara á ekki langt að sækja hæfileikana en hún er dóttir hins rómaða veitingamanns, Óskars Finnssonar, sem flestir tengja jafnan við Argentínu steikhús. „Pabbi fylgist náið með því sem ég geri hér og það er gott að geta leitað til hans enda þekkja fáir þennan bransa betur en hann.“

Spurð um jólaseðilinn segir Klara að hann sé nokkurskonar brot af því besta. „Gesturinn fær fyrst forréttardiskinn sem er mjög fjölbreyttur og þá fær maður að smakka á svo mörgu. Svo velur þú þér annaðhvort önd eða lax í aðalrétt og síðan er eftirréttarþrenna sem ég hreinlega elska. Þar ertu með súkkulaðimús úr hvítu súkkulaði, panna cotta og ís. Við vorum með svipaðan seðil í fyrra sem sló í gegn þannig að við héldum áfram á sömu braut en höfum gert einhverjar breytingar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »