Bónus Vínarpylsur hljóta Gullverðlaun

Bónus vínarpylsur tóku þátt í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK) og hlutu pylsurnar gullverðlaun í sínum flokki. Síld og fiskur, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali, framleiðir vínarpylsurnar fyrir Bónus og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi þegar kemur að því að stækka vörulínu Bónus með gæðavörum sem fáanlegar eru í verslunum Bónus um land allt á hagstæðu verði.

mbl.is