Sér eftir að hafa skírt hamborgarastaðinn í höfuðið á dóttur sinni

Wendy og faðir hennar sem lést árið 2002.
Wendy og faðir hennar sem lést árið 2002. Ljósmynd/Wendy´s

Þegar Dave Thomas opnaði sinn eigin hamborgarastað ákvað hann að nefna hann eftir dóttur sinni. Thomas hafði starfað hjá KFC og vissi hversu mikilvægt það var að tengja persónu við nafnið. Hann valdi því dóttur sína og notaði mynd af henni í lógó staðarins.

Fimmtíu árum síðar er Wendy´s sjöunda stærsta veitingastaðakeðja Bandaríkjanna og hin eina sanna Wendy segir að það sé oft mikil pressa að bera nafnið. Pabbi hennar hafi meira að segja gengið svo langt að biðjast afsökunar á því að hafa skírt staðinn í höfuðið á henni og sagt að hann hefði betur nefnt hann eftir sjálfum sér.

Wendy og fjölskylda eru enn eigendur skynidbitakeðjunnar sem blómstrar sem aldrei fyrr, og fagnar, eins og áður segir, fimmtíu ára afmæli um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert