Uppáhalds kjötbollur mömmu!

Dásemdarbollur sem klikka ekki.
Dásemdarbollur sem klikka ekki. mbl.is/

Þessi uppskrift hefur gengið manna á milli í ansi langan tíma og stöðugt rómuð sem ein besta kjötbollu uppskrift síðari ára. Loksins fengum við að deila henni en leynihráefnið er sagt vera gamla góða púrrulaukssúpan sem klikkar ekki. 

<br/><strong>Uppáhalds kjötbollur mömmu!</strong><br/><br/><ul> <li>1 kg nautahakk</li> <li>1 stk. lítill laukur</li> <li>1 msk. salt</li> <li>1 pakki púrrulauksúpa frá TORO</li> <li>5 msk. hveiti</li> <li>1/2 tsk. pipar</li> <li>0,5 l mjólk</li> <li>2 stk. egg</li> </ul>

Aðferð:

<br/><ol> <li>Laukurinn saxaður, öllu hrært vel saman í skál (eða sett í hrærivél).</li> <li>Mótið kjötbollur úr efninu og steikið á pönnu. </li> <li>Berið fram til dæmis með brúnni sósu og kartöflumús. </li> </ol>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert