Veitingastaður bannar óþæg börn

Ljósmynd/Thinkstock

Það er allt að verða vitlaust í Bandaríkjunum þessa dagana og í þetta sinn er það vegna ákvörðunar veitingastaðarins Arby´s í Elk River í Minnesota-ríki um að börn sem hagi sér illa verði að yfirgefa veitingastaðinnn.

Almenningur er klofinn í tvennt.

Sumir fagna þessari ákvörðun og segjast dauðþreyttir á illa uppöldum börnum sem kunni ekki borðsiði og eyðileggi máltíðina fyrir öðrum gestum.

Hinir benda á að börn séu börn og sum eigi erfitt með að sitja kyrr eða fara eftir hefðbundnum reglum um hvernig borðhald skuli fara fram.

Margir hafa bent á að Arby´s sé fjölskyldustaður og tilhugsunin um að vera vikið út af staðnum þar sem barn telst ekki haga sér nægilega vel sé nóg til að fjölskyldur vilji ekki fara á staðinn.

Á meðan margir hafa fagnað reglunni hefur veitingastaðurinn þó séð sig tilneyddan til að biðjast opinberlega afsökunar á gjörningnum — í ljós hefur sumsé komið að meirihluti viðskiptavina staðarins eru fjölskyldur með hressa krakka og allir þeir sem kjósa barnlaust umhverfi hanga yfirleitt ekki á stöðum eins og Arby´s.

Ljósmynd/Arby´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert