Uppáhalds pastarétturinn þinn

Uppáhald allra í fjölskyldunni er þessi pastaréttur.
Uppáhald allra í fjölskyldunni er þessi pastaréttur. mbl.is/Howsweeteats.com

Þessi réttur mun án efa verða uppáhalda pastarétturinn þinn eftir að hafa smakkað. Hráefnin eru af bestu gerð svo ekkert getur klikkað.

Uppáhalds pastarétturinn þinn

  • 250 g fusilli pasta
  • 115 g geitaostur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 2 tsk. sjávarsalt
  • ½ tsk. svartur pipar
  • ¼ tsk. pipar flögur, rauðar
  • 170 g klettasalat
  • kirsuberjatómatar
  • ½ bolli kalamata ólífur, skornar í sneiðar

Aðferð:

  1. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum. Takið um 1 bolla af pastavatninu til hliðar þegar pastað er tilbúið og hellið restinni. Setjið pastað í stóra skál.
  2. Dreifið geitaostinum yfir pastað og dreipið ólífuolíu yfir ásamt sítrónusafanum. Stráið salti, rauða og svarta piparinum yfir.
  3. Setjið nú 1/3 bolla af pastavatninu yfir og veltið öllu saman þar til rétturinn verður hálf rjómakenndur.
  4. Bætið við klettasalatinu, tómötum og ólífum og blandið vel saman.
  5. Ef að pastað verður of þurrt, bætið þá við meira af pastavatninu eða ólífuolíu.
  6. Smakkið til og kryddið meira eftir þörfum.
Svo einfalt en svo gott - öllu blandað saman í …
Svo einfalt en svo gott - öllu blandað saman í eina skál. mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert