Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Hér gefur að líta hinn fullkomna pastarétt á degi sem þessum. Einfaldur og einstaklega bragðgóður enda er hann úr smiðju hinnar einu sönnu Berglindar Guðmundsdóttur á GRGS.is en eins og alþjóð ætti að vita þá var að koma út bók frá henni með öllum vinsælustu og bestu uppskriftunum hennar.

Pasta með beikoni, döðlum og vínberjum

Fyrir 4
 • 400 g spagettí
 • 1½ kjúklingateningur
 • 2 dl vatn
 • 100 g rjómaostur
 • 2 dl matreiðslurjómi
 • pipar
 • 2 msk. steinselja
 • 2 tsk. óreganó
 • 150 g beikon, smátt skorið
 • 120 g sveppir, saxaðir
 • 4 hvítlauksrif, söxuð
 • 100 g valhnetur, skornar í tvennt
 • 300 g rauð vínber, skorin í tvennt
 • 180 g döðlur, steinlausar, saxaðar

Sjóðið pastað. Hitið 2 dl af vatni í potti og setjið kjúklingateninga út í. Bætið rjómaosti og rjóma saman við; hitið að suðu. Kryddið með pipar, steinselju og óreganó. Setjið til hliðar. Steikið beikon á þurri pönnu. Bætið því næst við smá olíu og látið sveppi og hvítlauk saman við.

Hellið rjómaostasósunni út á pönnuna ásamt valhnetunum. Látið malla í um 5 mínútur.

Bætið vínberjum og döðlum saman við sósuna. Hellið sósunni yfir pastað. Piprið ríflega, berið fram og njótið vel!

Nýja bókin hennar Berglindar.
Nýja bókin hennar Berglindar. Haraldur Jónasson/Hari
Berglind Guðmundsdóttir.
Berglind Guðmundsdóttir. Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is