Þetta er besta leiðin til að frysta brauð

Veistu hvernig best er að frysta brauð?
Veistu hvernig best er að frysta brauð? mbl.is/Colourbox

Þegar við setjum brauð í frysti verður það oftar en ekki seigt og mislitt eftir að yfirborðið þornar. Hér er lausnin við að frysta brauð með glimrandi góðum árangri, svo það haldist í allt að 6 mánuði í frysti.

Svona frystir þú brauð:

  • Fyrst og fremst er það afar mikilvægt að brauðið sé alveg ferskt. Ef þú vilt frysta brauðsneiðar, þá skaltu skera brauðið niður á fyrsta sólarhringnum og setja í frysti.
  • Settu brauðið fyrst inn í frysti án þess að pakka því inn. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu og setjið í frysti þar til frýs í gegn. Setjið þá sneiðarnar í frystipoka og fjarlægið allt loft.

Svona er best að þíða brauð:

  • Taktu út það magn af brauði sem þú ætlar þér að borða. Passaðu að tæma aftur allt loft úr brauðpokanum áður en þú setur hann aftur inn í frysti.
  • Látið brauðið þiðna á eldhúsbekknum við venjulegan heimilishita, eða skelltu því strax í brauðristina eða ofninn.
mbl.is/Colourbox
mbl.is