Pastaréttur að hætti Jamie Oliver

Pastaréttur nautnaseggsins er kominn á borðið.
Pastaréttur nautnaseggsins er kominn á borðið. mbl.is/JamieOliver.com

Jamie Oliver er enginn nýgræðingur í eldhúsinu og hér með pastarétt sem setur bragðlaukana á hliðina. Hér mælir Jamie með að setja smá ferskt chili út í sósuna ef þú vilt hafa hana aðeins sterka.

Pastaréttur að hætti Jamie Oliver

 • 1 butternut squash, hýðið tekið af, kjarninn fjarlægður og skorinn niður í bita.
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 250 g fersk basilika, söxuð smátt
 • 400 g litlir tómatar skornir í sneiðar
 • Sjávarsalt
 • 500 g penne pasta
 • Svartur pipar
 • 3 msk ricotta ostur
 • 750 g grænmetiskraftur
 • 150 g mozzarella kúla
 • Handfylli nýrifinn ferskur parmesan ostur
 • 2 sage greinar

Aðferð:

 1. Hitið ofninn á 200°C. Raðið butternut squashinu á bökunarplötu og dreypið ólífuolíu yfir. Hitið í ofni í 15 mínútur þar til mjúkt.
 2. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið hvítlauk og basilikuna í nokkrar mínútur. Bætið við tómötum og því næst ristaða butternut squash-inum og látið suðuna koma upp, lækkið þá undir hitanum og látið malla í 10 mínútur.
 3. Sjóðið pastað í potti en ekki allan suðutímann sem mælst er með. Hellið vatninu af og setjið pastað út á pönnuna.
 4. Setjið basilikuna út á pönnuna og saltið og piprið. Hrærið ricotta ostinum saman við og kraftinum og leyfið suðunni að koma upp.
 5. Smyrjið eldfast mót og hellið blöndunni yfir í mótið. Rífið mozzarella kúluna yfir og toppið með parmesan. Nuddið sage laufin upp úr ólífuolíu og setjjið á toppinn.
 6. Bakið í 15 mínútur þar til gyllt á lit og berið fram með góðu salati.
mbl.is