Höfðu sturlað Costco þema í eins árs afmæli sonar síns

Ljósmynd/Samsett

Það hefur margt undarlegt rekið á fjörur okkar tengt afmælisviðburðum og öðru sem viðkemur fólki bara almennt yfirleitt. En þetta slær eiginlega öll met því að þessi indælu amerísku hljón ákváðu að hafa Costco þema í eins árs afmæli sonar síns.

Þau útskýrðu ákvörðun sína með því hversu mikilvægt Costco væri í þeirra lífi. Nánast allt sem þau þyrftu til daglegra nota væri þaðan og því hafi það ekki verið nein spurning.

Þau tóku þetta alla leið og að sjálfsögðu var eingöngu boðið upp á veitingar úr Costco.

Að sjálfsögðu fengu allir nafnspjöld.
Að sjálfsögðu fengu allir nafnspjöld. Ljósmynd/Gonzales fjölskyldan
Ljósmynd/Gonzales fjölskyldan
Ljósmynd/Gonzales fjölskyldan
Ljósmynd/Gonzales fjölskyldan
mbl.is