Syndsamlega góður kjúklingur í hnetusmjörssósu

Ef einhver kann að elda góðan kjúklingarétt þá er það Berglind Guðmunds á GRGS sem var einmitt að gefa út bók sem inniheldur alla bestu réttina sem hún hefur eldað um árin. Og það er nú ekki svo lítið.

Kjúklingur í hnetusmjörssósu

Fyrir 4
  • 4 kjúklingabringur
  • 2 cm bútur engiferrót, rifinn fínt
  • 1 msk. hvítlaukur, pressaður
  • 125 g hnetusmjör, mjúkt
  • 60 ml hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sojasósa
  • 1 tsk. rautt karrí-paste
  • 3 msk. fljótandi kjúklingakraftur (eða 1 teningur og 3 msk. vatn)
  • 240 ml kókósmjólk
  • ferskt kóríander

Látið engifer, hvítlauk, hnetusmjör, hrísgrjónaedik, sojasósu, rautt karrí og kjúklingakraft í matvinnsluvél og blandið vel saman. Smakkið og bætið við rauðu karríi ef þið viljið hafa sósuna bragðsterkari.

Kryddið kjúklinginn með pipar og brúnið bringurnar á hvorri hlið á pönnu með olíu. Hafið í 180°C heitum ofni í 20-30 mínútur, eða þar til bringurnar eru eldaðar í gegn.

Á meðan kjúklingurinn er í ofninum, hellið kókosmjólkinni út á pönnuna sem notuð var til að steikja kjúklinginn. Hellið hnetusmjörsblöndunni saman við og hitið í 2-3 mínútur. Bætið kóríander út í og hellið sósunni yfir kjúklingabringurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert