Þreföld súkkulaðiánægja

Yndisaukandi súkkulaðibomba!
Yndisaukandi súkkulaðibomba! mbl.is/© Anne au Chocolat

Við köllum á alla súkkulaðiaðdáendur þarna úti og deilum með ykkur þrefaldri ánægjubombu með súkkulaði. Það er ekki eftir neinu að bíða – það eru nú einu sinni jólin!

Þreföld súkkulaðiánægja

  • 160 g smjör
  • 160 g 70% súkkulaði
  • 200 g sykur
  • 4 egg
  • 1 msk. hveiti
  • 60 g mjólkursúkkulaði
  • 60 g hvítt súkkulaði
  • 2 msk. heslihnetuflögur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C á blæstri.
  2. Bræðið smjör í potti og bætið við söxuðu dökku súkkulaði. Hrærið þar til súkkulaðið hefur bráðnað.
  3. Takið pottinn af hitanum og hrærið sykrinum saman við.
  4. Kælið örlítið og setjið eggin út í, eitt í einu. Bætið því næst hveitinu saman við.
  5. Saxið mjólkusúkkulaðið niður og hvíta súkkulaðið og veltið því saman við súkkulaðideigið.
  6. Klæðið bökunarform, 20 cm, með bökunarpappír og hellið deiginu út í. Dreifið heslihnetuflögunum yfir.
  7. Bakið í 25-30 mínútur.
  8. Geymið kökuna í kæli (ef hún á ekki að borðast strax) þar til þú berð hana fram og þá með vanilluís og góðum kaffibolla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert