Jólahlaðborð heima fyrir 2500 krónur á mann

Ljósmynd/Aðsend

Það er alltaf fagnaðarefni þegar verslanir leggja sig í líma við að einfalda tilveru okkar - þá ekki síst á aðventunni þegar tíminn á það til að vera af skornum skammti. Krónan er núna annað árið í röð með jólahlaðborð sem þú setur saman sjálfur og kostnaðinum er stillt í hóf. 

Þessi nálgun býður upp á spennandi möguleika fyrir fjölskyldur og vinahópa og þarf einungis að hita sósuna upp.

Krónan setti saman matseðli fyrir okkur fyrir átta gesti þar sem kostnaðurinn er 2500 krónur á gest. Hljómar vel og fjölbreytileikinn er í hámarki.

Forréttir 

  • Innbakað jólapaté með sætri jarðarberjasósu.
  • Heitreykt gæsabringa með rauðlaukssultu.
  • Sinnepssíld og marineruð síld á seyttu rúgbrauði.
  • Graflax í sneiðum með eðal graflaxsósu.

Aðalréttir 

  • Tilbúin kalkúnabringa. 
  • Purusteik.
  • Hamborgarhryggur í sneiðum.
  • Ekta lifrarkæfa með beikoni. 

Meðlætið  

  • Kalkúnasalvíusósa og rauðvínsssósa frá Kjötkompaníinu.
  • Lúxus laufabrauð með blóðbergi og sjávarsalti.
  • Rauðlaukssulta.
  • Waldorf salat.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert