Petra umbreytti KitchenAid vélinni sinni

Ljósmynd/Aðsend
Petra Breiðfjörð tók á dögunum KitchenAid hrærivélina sína og brauðristina og umbreytti með merkilega lítilli fyrirhöfn. Bæði tækin voru dökkrauð en Petru langaði að breyta til og valdi fallegan brons lit.
Hún segir að undirbúningurinn hafi kannski tekið hálftíma í heildina fyrir bæði tækin.
„Ég byrjaði á því að skrúfa allt af sem hægt var og það sem var fast á setti ég málningarlímband yfir. Það er smá dund því maður verður að passa að það fara alls ekki inn í vélina, þar sem maður skrúfar af aftan á."
„Ég notaði hníf til þess að móta límbandið betur og svo er mikilbægt að skera burt allt umfram límband," segir Petra. 
„Ég reif af llímmiðann sem er aftan á vélinni og notaði spritt og sandpappír til að ná því af. Ég spreyjaði vélina þrisvar sinnum með venjulegu spreyi og svo 25 mínútum seinna með festinum og 25 mínútum seinna var ég búin að koma tækjunum fyrir upp á bekk og byrjuð að skrúfa hana saman aftur," segir Perla um þessa vel heppnuðu framkvæmd.
Það sem Perla notaði var:
  • plús og mínus skrúfjárn
  • málningarteip.
  • sandpappír.
  • Sprey sem er sérstaklega fyrir vélina og Closs sprey, sem er nauðsynlegur festir sem fer á þegar lita spreyið er þornað.

Hægt er að fylgjast með Petru á Instagram HÉR en þar er jafnframt hægt að sjá hvernig hún fór að.

Svona leit vélin út.
Svona leit vélin út. Ljósmynd/Aðsend
Brauðristin var í sama lit og hrærivélin.
Brauðristin var í sama lit og hrærivélin. Ljósmynd/Aðsend
Petra segir að ferlið hafi verið merkilega einfalt.
Petra segir að ferlið hafi verið merkilega einfalt. Ljósmynd/Aðsend
Útkoman er geggjuð.
Útkoman er geggjuð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is