Geggjað takó með avókadó-salsa frá Berglindi

Berglind Guðmunds var að gefa út bók með öllum vinsælustu uppskriftunum sínum á Gulur, rauður, grænn og salt (grgs.is) sem hlýtur að teljast mikill hvalreki fyrir aðdáendur hennar.

Hér er að finna uppskrift að æðislegu takó sem fer vel í maga.

Risarækjutakó með avókadósalsa

Fyrir 4
  • 2 pakkar risarækjur
  • 2 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 tsk. kummín
  • 1 tsk. chiliduft
  • ½ tsk. hvítlauksduft
  • ½ tsk. sjávarsalt

Avókadósalsa

  • 250 g kirsuberjatómatar
  • 3 avókadó, skorin í bita
  • 1 jalapeno, fræhreinsað og saxað
  • salt og pipar
  • safi úr hálfri límónu
  • ferskt kóríander, saxað

Kóríandersósa

  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 msk. smátt saxað kóríander
  • 1 msk. límónusafi
  • 12 litlar tortillur

Affrystið rækjurnar. Hrærið saman ólífuolíu, hvítlauk, kummín, chili- og hvítlauksduft og smakkið til með salti. Setjið rækjurnar saman við og marinerið eins lengi og tími leyfir, frá 10 mínútum í allt að sólarhring.

Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar á háum hita þar til þær eru orðnar fallega bleikar að lit, eða í 4-5 mínútur. Takið af hitanum og kreistið límónusafa yfir þær. Gerið avókadósalsa með því að skera tómatana í teninga, blanda öllum hráefnum saman, kreista límónu yfir og salta og pipra. Blandið öllum hráefnum í kóríandersósu saman.

Hitið takóskeljarnar og setjið avókadósalsa, risarækjur og kóríandersósu í hverja skel. Stráið fersku kóríander yfir í lokin.

Haraldur Jónasson/Hari
Berglind Guðmundsdóttir
Berglind Guðmundsdóttir Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert