Leynitrixin til að fitna ekki um jólin

Ljósmynd/Thinkstock

Það er fátt glataðra en að vakna upp við vondan draum í janúar. Vera bjúgaður af vanlíðan með stíflað meltingarkerfi og sokkin augu.

Það viljum við alls ekki. Því birtum við hér skotheldan lista með sex góðum ráðum sem eiga að tryggja að það fari ekki allt í tóma vitleysu bara þótt það séu jól.

Ekki drekka áfengi áður en þú borðar

Áfengisdrykkja leiðir oft af sér meira át þar sem þú ert lítið að velta því fyrir þér hversu mikið þú hefur borðað þar sem áfengið losar um hömlur. Bíddu frekar með að drekka þar til máltíðin er byrjuð eða þar til hún er búin.

<strong>Borðaðu hollan morgunverð eða hádegismat</strong>

Fólk á það til að gleyma venjulega matnum um jólin og borðar afganga allan daginn og oft ekki aðal máltíðina fyrr en seint um daginn. Vandamálið við það er að við vitum öll hvað gerist þegar við förum svöng að versla í matinn. Við borðum meira og líkaminn kemst í mikið ójafnvægi fyrir vikið.

<strong>Ekki gleyma hreyfingu og hollu mataræði</strong>

Það er algjör óþarfi að sitja heima og bíða eftir því að fá fyrir hjartað eftir ofátið. Farðu í göngutúr, í ræktina eða hvað sem er. Mikilvægasta atriðið er að gleyma ekki að hreyfa sig. 

Það sama gildir um mataræðið. Hér þarf að ríkja jafnvægi. Það er allt í lagi að leyfa sér svo lengi sem maður passar upp á að borða líka hollan mat og fer ekki alveg í ruglið. 

<strong>Vertu frumleg/ur og skapandi</strong>

Ef þú ert á ferðalagi með fjölskyldunni er sniðugt að gera hreyfingu að hópskemmtun. Mikilvægast er að allir fái sína hreyfingu og hér mega börnin ekki gleymast. Þau eru mörg hver í fríi frá íþróttaiðkun og sitja í tölvunni eða símanum allan daginn. Það má ekki gerast og við verðum að passa upp á að þau fái holla útiveru og góða hreyfingu. 

<strong>Vertu með plan</strong>

Hvort sem það er jólahlaðborð eða veislumáltíð þá er gott að pæla vel í samsetningunni á disknum. Passaðu upp á að fá prótein og kolvetni úr grænmeti fyrst. Reyndu að borða hægt, njóta matarins og borða sem minnst af sykri. 

<strong>Ekki hafa of miklar áhyggjur</strong>

Ef allt fer til fjandans þá er mikilvægt að fara ekki á hliðina. Það kemur dagur eftir þennan dag og öll eigum við þannig daga. Þú gerir bara betur á morgun og manst hvernig þér líður í dag (eftir ofátið) til að tryggja að það gerist ekki aftur.  

mbl.is