Ramsay og Beckham opna veitingastað saman

David Beckham hyggst opna The Londoner í Macao í Kína …
David Beckham hyggst opna The Londoner í Macao í Kína á næstunni ásamt vini sínum Gordon Ramsay. AFP

Þeir hafa verið vinir lengi og því bara tímaspursmál hvenær þeir létu af þessu verða en tilkynnt hefur verið að þessir tveir herramenn; Gordon Ramsay og David Beckham, hyggist opna veitingastaðinn The Londoner í Macao í Kína.

Reyndar verður staðurinn miklu meira en bara veitingastaður því þar verður líka hótel og verslanir. The Londoner mun innihalda allt það besta sem Bretland hefur upp á að bjóða og verða smíðaðar eftirmyndir frægra bygginga á borð við Big Ben, Westminster-höll og þinghúsið í Bretlandi.

Það verður því farið alla leið í þessu fjöri og hér að neðan má sjá myndbandið sem þeir félagar gerðu til að kynna staðinn sem á eflaust eftir að gera allt vitlaust í Kína enda Beckham vinsæll þar eins og annars staðar í heiminum.

mbl.is