Enn eitt kökuslysið sem setur netið á hliðina

Kökukalkúnninn sem setti internetið á hvolf í kringum þakkargjörðarhátíðina.
Kökukalkúnninn sem setti internetið á hvolf í kringum þakkargjörðarhátíðina. mbl.is/Sarah Hardy

Það er fátt spaugilegra en þegar netið fer á hliðina út af kökubakstri sem fer úr böndunum en það gerðist einmitt um helgina í Bretlandi. 

Sarah Hardy, eigandi The Edible Museum, birti á Instagram-síðu sinni mynd af kalkún sem reyndist vera kaka með gerviblóði og öllu öðru sem tilheyrir hráum kalkún. Myndin vakti strax hörð viðbrögð og voru menn ekki sammála um hvort kakan væri viðbjóður eða hreinræktað meistaraverk. Helstu mótmælin voru þau að það væri ekki með nokku móti hægt að borða köku — sama hversu gómsæt hún væri — sem liti út eins og dauður fugl.  

Það tók Söru um þrjá daga að baka og útfæra kökuna og hefur hún deilt uppskriftinni fyrir þá sem þora að prófa.

Það verður að segjast að þessi kaka er ótrúlega vel …
Það verður að segjast að þessi kaka er ótrúlega vel gerð. mbl.is/Sarah Hardy
Þetta er Sarah Hardy, stoltur bakari að kalkúnanum.
Þetta er Sarah Hardy, stoltur bakari að kalkúnanum. mbl.is/Sarah Hardy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert