Norður Salt til Finnlands

Sigurganga Norður Salts á erlendri grundu heldur áfram. Á dögunum var undirritaður samningur við stærstu matvöruverslanakeðju Finnlands en auk þess verður saltið til sölu í minni sælkeraverslunum þar í landi. Að sögn Sören Roskilde hjá Norður Salti eru þetta frábær tíðindi fyrir fyrirtækið, en vel hefur gengið að koma saltinu á markað erlendis og það verður sífellt vinsælla. „Við erum búin að leggja mikla vinnu í það undanfarin ár að koma saltinu sem víðast og markaðssetja það sem svokallaða hversdagsmunaðarvöru sem ætti að vera til á hverju heimili. Að vera komin með saltið inn hjá S-group, sem er stærsta matvælakeðja í Finnlandi, er stórt skref fyrir okkur,“ segir Sören í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »