Svona færðu baðherbergið til að virka stærra

Ekki vera smeyk/ur við að nota liti á baðherbergjum og …
Ekki vera smeyk/ur við að nota liti á baðherbergjum og þá mála loftið í sama lit. mbl.is/© Jotun

Baðherbergi eru oftar en ekki með minni rýmunum í húsum og þá sérstaklega í eldri byggingum. En svona getur þú á auðveldan hátt fengið rýmið til að virka stærra en er.

Gler og speglar
Notið spegla óspart í minni rýmum – þeir munu fá baðherbergið til að virka stærra. Og ef þú hefur möguleika á skaltu setja speglana í vinkil, það er alveg geggjað. Eins er ráð að nota glervegg hjá sturtunni í staðinn fyrir að loka sturtuna inni og minnka þannig rýmið.

Margnýtanegar lausnir
Reyndu að nýta plássið sem mest með því að velja margnýtanlegar lausnir. Þú getur t.d. valið speglaskápa eða skúffur með góðum hólfum fyrir allt dótið sem þú þarft á að halda.

Litaval
Það er gaman að mála í lit – og þó að við eigum að hugsa vel út í litavalið á baðherbergjunum er ekki þar með sagt að við getum ekki notað liti. Prófaðu að mála einn vegg í uppáhaldslitnum þínum til að skapa smá stemningu. Annar möguleiki er að mála allt rýmið í dökkum lit og þá loftið líka fyrir þá sem þora.

Lýsing
Ekki gleyma lýsingunni, hún skiptir höfuðmáli. Sérstaklega ef kvenmaður býr á heimilinu sem málar sig á morgnana. Reyndu að velja lýsingu frá fleiri en einum vinkli – en það finnast margir speglar til að mynda með innbyggðri lýsingu.

Aukahlutirnir
Ekki svo gleyma litlu hlutunum. Krúttlegt tannburstaglas og falleg handklæði setja punktinn yfir i-ið.

Baðherbergi undir súð eru oft og tíðum smá í sniðum.
Baðherbergi undir súð eru oft og tíðum smá í sniðum. mbl.is/Colourbox
mbl.is