Afhentu tæpar sjö milljónir króna

Á myndinni eru Hrefna Sætran, Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, …
Á myndinni eru Hrefna Sætran, Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's, og fjölskylda Lofts Gunnarssonar sem jafnframt stýrir Minningarsjóðnum, Þórunn Brandsdóttir, Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir, Gunni Hilmarsson og Brandur Gunnarsson. Ljósmynd/Aðsend
<span>Í október fór fram sala Góðgerðarpizzunar 2019 í samstarfi við Hrefnu Sætran. Þetta var sjöunda árið í röð sem Góðgerðarpizzan fer í sölu en ár hvert rennur öll sala pizzunnar til góðgerðarmálefnis sem Domino's og Hrefna Sætran velja hverju sinni en Hrefna setur saman pizzuna. Sala Góðgerðarpizzunnar í ár sló öll met og söfnuðust 6.773.282 kr. sem rennur beint í Minningarsjóð Lofts Gunnarssonar. </span> <span>„Þetta var í annað skiptið sem við hjá Dom­ino‘s fórum í sam­starf með Minn­ing­ar­sjóði Lofts Gunn­ars­son­ar vegna ár­ang­urs­ins sem við sáum eft­ir sam­starfið eft­ir Góðgerðarp­izzuna 2014. Þá tókst okk­ur með sölu á Góðgerðarp­izzunni að bæta aðbúnað heim­il­is­lausra tölu­vert, meðal ann­ars með nýj­um hús­gögn­um og nauðsyn­leg­um tækj­um í fjög­ur at­hvörf heim­il­is­lausra í Reykja­vík. Í ár var áherslan lögð á stuðnings­verk­efni Minn­ing­ar­sjóðsins sem kall­ast „Aft­ur út í lífið“ og snýr að því að koma heim­il­is­laus­um af göt­unni,“ segir meðal annars í tilkynningu frá <span>Domino's. </span></span> <span>Með sölu Góðgerðarpizzunnar er nú stefnt að opn­un dagseturs fyr­ir heim­il­is­lausa. Dagsetrið verður þátt­ur í því að aðstoða fólk sem vill kom­ast úr þess­um aðstæðum með því að bjóða því ör­uggt skjól yfir dag­inn þar sem verður boðið upp á ým­iss kon­ar afþrey­ingu en einnig viðeigandi aðstoð og stuðning. </span> <p>Domino's vill koma á framfæri þökkum til viðskiptavina sinna fyrir viðtökurnar sem Góðgerðarpizzan hefur fengið. „Við erum virkilega stolt af því að geta tekið þátt í þessu verðuga verkefni með Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar og þar með bætt hag heimilislausra einstaklinga.“</p><br/><br/><br/><span>Tilkynning frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar:</span><br/><br/><p>Minningarsjóður Lofts Gunnarssonar þakkar kærlega stuðninginn og ítrekar hversu frábært framtak Góðgerðarpizza Domino's er. Styrkurinn mun gera sjóðnum kleift að skoða af alvöru hvort hann geti nú stutt við sitt helsta baráttumál sem er dagssetur sem myndi þjóna bæði nauðsynlegri þjónustu við heimilislausa og jafnframt veita þeim aðstoð, ráðgjöf, skilning og virðingu. Við erum nú að kanna hvort ekki megi tengja saman með okkar aðstoð aðila sem nú þegar tengjast okkar fólki og tala við Reykjavíkurborg og fleiri opinbera aðila hvort nú sé ekki lag að veita þessum hóp þessa þjónustu og skilning. </p>
mbl.is