Auðvelda jólasósan

Sósan er bæði auðveld og fáránlega bragðgóð.
Sósan er bæði auðveld og fáránlega bragðgóð. Kristinn Magnússon
Þessi sósa hefur verið úrskurðuð auðveldasta jólasósa í heimi - sem þýðir að þú þarft að vera snillingur í eldhúsinu til að klúðra henni (en ef þú klúðrar henni máttu endilega senda okkur línu og segja okkur hvernig þú fórst að því).
Hér þarftu bara að kaupa tilbúna sósu frá Íslandssósum og bragðbæta hana aðeins. Gljáinn sem vísað er til er gljái sem settur er á hamborgarhrygginn og við setjum uppskriftina hér að neðan. Þessi uppskrift kemur einmitt úr Hátíðamatarblaði Matarvefsins og Hagkaups sem kom út á dögunum og inniheldur urmul girnilegra uppskrifta en blaði er hægt að nálgast HÉR.
Auðvelda jólasósan
  • 1 ferna brún sælkerasósa frá Íslandssósum
  • 2-3 dl soð af hryggnum (sem hefur verið soðið niður um u.þ.b. 40%)
  • 1 msk. gljáinn
  • svartur pipar grófmalaður
  • salt (við notuðum íslenkst flögusalt frá Norðursalt)

Aðferð:

Sælkerasósan, soðið og gljáinn sett saman í pott og soðið saman. Smakkað til með salti og pipar.

- - -

Gljái

  • 150 g púðursykur
  • 5 msk. sætt sinnep
  • 3 msk. appelsínumarmelaði

Brætt saman í potti

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert