Myndin sem allt varð brjálað út af

Myndin sem gerði allt vitlaust.
Myndin sem gerði allt vitlaust. Ljósmynd/Instagram

Í fyrstu er þetta ósköp sakleysisleg mynd sem Chris Pratt birti af sér á Instagram til að auglýsa samstarf sitt við Amazon. Í kjölfarið tók önnur kvikmyndastjarna tryllinginn, en af hverju?

Það sem gerðist var þetta: Chris birti þessa mynd og sagði margt fyndið og sniðugt eins og honum einum er lagið. 

Jason Mamoa sá myndina og svaraði um hæl hvað í fjáranum hann væri að spá að vera með einnota plastflösku. Hann ætti að vita betur. 

Chris brást við og sagði að þetta væri hárrétt hjá Mamoa. Þetta hefði verið hugsunarleysi hjá honum og þeim sem tóku myndina og að sjálfsögðu væri hann ekki maður sem gengi um með einnota plastflöskur og henti þeim svo. 

Mamoa baðst afsökunar á því að hafa verið svona reiður og allt endaði vel. 

Awww....mbl.is