Stórkostlegar staðreyndir um bjór

Bjór er ekki bara til að skála í því hann …
Bjór er ekki bara til að skála í því hann má nota í ýmislegt annað líka. mbl.is/Colourbox

Bjór er ekki bara bjór – en við höfum drukkið bjór í meira en 5000 ár, og drykkurinn góði er ekki bara til að skemmta sér yfir. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um bjór og hvernig megi njóta hans á marga vegu, t.d. sem músagildru eða verkjastillandi.

 Nokkrar pælingar um bjór og notagildi hans:

  • Bjórbað hefur verið vinsælt síðustu misserin og það hefur komið á óvart hversu slakandi það er hjá þeim sem hafa prófað. Kannski hugmynd að jólagjöf fyrir bóndann? 
  • Er hárið þitt stjórnlaust? Stingdu puttanum í bjór og notaðu til að slétta úr flækjunni. Virkar einnig mjög vel á augabrúnirnar.
  • Dýfðu þreyttum fótum í kalt ölbað – búblurnar munu hjálpa til við verkina.
  • Gleymdu WD-40 og notaðu bjór næst þegar þú ert með ryðgaðar skrúfur.
  • Bjór er oftar en ekki notaður til að pússa koparkör í bruggverksmiðjum. Og þú getur líka skrúbbað potta og pönnur heima fyrir með bjór.
  • Brúnir grasblettir eru bak og burt ef þú hellir bjór yfir þá. Sykurinn í bjórnum hjálpar við að drepa niður sveppi og hjálpar grasinu að vaxa.
  • Það er 90—95% vatn í bjórnum og því er hann tilvalinn í að slökkva elda ef um smáelda er að ræða. Við mælum samt ekki með því að blanda þessu tvennu saman. 
  • Mýsnar elska bjórinn. Heltu bjór í stóra skál eða fötu og búðu til lítinn ramp svo hún komist þar upp á brúnina. Þú munt síðar finna músina á botninum.
  • Loftið í bjórnum getur hjálpað til ef þú ert með óró í maga. Drekktu bara lítið í einu og sjáðu hvort maginn lagist ekki.
  • Notaðu bjórdós eða flösku til að nudda iljarnar með því að rúlla fótunum fram og til baka og koma kerfinu í gang.  
Það er geggjað að taka einn kaldan með sér í …
Það er geggjað að taka einn kaldan með sér í bað, eða baða sig upp úr bjór ef maður vill það. mbl.is/Colourbox
mbl.is