Ástæðurnar fyrir breyttri matarlyst á meðgöngu

Ertu ófrísk? Ertu með „craving“ í eitthvað ákveðið?
Ertu ófrísk? Ertu með „craving“ í eitthvað ákveðið? mbl.is/Colourbox

Þær konur sem gengið hafa í gegnum meðgöngu kannast eflaust allar við að hafa fengið löngun í eitthvað sem þær óraði ekki fyrir að þær myndu leggja sér til munns.

Salsasósa beint upp úr krukkunni, ostsneiðar utan um súrar gúrkur, nóg af ís eða fitan á kjötinu – allt gott og gilt hjá ófrískum konum sem komast ekki í gegnum daginn án þess að japla á einhverju sérstöku. Að sama skapi geta þær ekki hugsað sér að borða þessar matvörur eftir fæðingu.

Engar haldbærar staðreyndir er að finna varðandi þetta málefni en oft hefur verið talað um að líkaminn kalli á ákveðin efni sem finnast í matvörunum. Til dæmis er talað um að súkkulaðiát megi rekja til B-vítamínskorts, en ef skýringin væri það einföld myndu barnshafandi konur eflaust borða meira af spergilkáli og spínati í stað súkkulaðis þar sem grænmeti inniheldur mikið af mikilvægum næringarefnum.

Að öllum líkindum erum við að horfa í hormónabreytingarnar sem eiga sér stað í líkamanum á meðgöngu. Kannski hafa hormónin áhrif á lyktarskynið og því upplifir konan matinn á annan hátt en aðrir.

mbl.is/Colourbox
mbl.is