Kryddkaka í jólabúningi

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Í Hátíðamatarblaði Matarvefs mbl.is og Hagkaup er að finna þessa dásamlegu köku sem

veisludrottningin Berglind Hreiðars á heiðurinn að. Kakan er einföld og á flestra færi.

Kökubotnar
  • 3 bréf Toro-kryddkökumix
  • 3 egg
  • 6 dl vatn
  • 300 g brætt smjör
  • 1 pk. Royal-vanillubúðingur
  • 2 tsk. kanill

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170°C.

2. Hrærið saman egg, vatn og brætt smjör.

3. Bætið kökuduftinu saman við ásamt kanil og skafið niður á milli þar til blandan er slétt og fín.

4. Að lokum fer Royal-búðingsduftið saman við og aftur er blandað vel.

5. Úðið 3x20 cm form með matarolíu og skiptið deiginu niður á milli formanna.

6. Bakið í um 30 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn út.

7. Kælið botnana vel og skerið þá ofan af þeim með kökuskera til að hafa þá alla jafna og slétta.

Krem
  • 200 g smjör við stofuhita
  • 150 g rjómaostur við stofuhita
  • 250 g Mascarpone-ostur við stofuhita
  • 750 g flórsykur
  • 2 msk. mjólk
  • 2 tsk. vanilludropar
  • ¼ tsk. salt

Aðferð:

1. Þeytið saman smjör, rjómaost og Mascarpone-ost þar til létt og ljóst.

2. Setjið flórsykurinn saman við í nokkrum skömmtum ásamt mjólk, vanilludropum og salti.

3. Hrærið þar til slétt og fallegt krem hefur myndast.

4. Smyrjið um 1 cm þykku lagi á milli botnanna og á toppinn og rétt þekið hliðarnar með kremi svo sjáist vel í botnana í gegn.

5. Skreytið og kælið þar til bera á kökuna fram.

Skraut
  • 120 ml vatn
  • 100 g sykur + 200 g til að rúlla upp úr (samtals 300 g)
  • 7 stilkar ferskt rósmarín
  • 50-70 g fersk trönuber

Aðferð:

1. Hitið saman sykur og vatn að suðu og hrærið þar til sykurinn er uppleystur, takið þá af hellunni.

2. Dýfið rósmaríngreinum í sykurlöginn, hristið hann aðeins af og leggið þær á bökunarpappír í um 15 mínútur.

3. Því næst má setja trönuberin í pottinn og setjið lok/viskastykki yfir og leyfið þeim að liggja í pottinum í um 15 mínútur.

4. Takið trönuberin upp úr, hristið eins mikið af sykurleginum af þeim og þið getið og leggið á bökunarpappír í um 30 mínútur.

5. Á meðan trönuberin hvíla má setja 200 g af sykri í grunna og víða skál og rúlla rósmaríngreinunum upp úr sykrinum og setja á nýjan hreinan bökunarpappír til þess að leyfa þeim að þorna.

6. Þegar trönuberin hafa fengið að þorna í um 30 mínútur má einnig velta þeim upp úr sykrinum og færa yfir á nýjan bökunarpappír til að þorna.

7. Það ætti að duga að leyfa þessu að liggja í 15-30 mínútur og síðan nota til þess að skreyta kökuna eftir hentugleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert