Sandra Dögg bar sigur úr býtum

Sigurkakan var einkar glæsileg og bragðgóð.
Sigurkakan var einkar glæsileg og bragðgóð. mbl.is/

Jólabaksturskeppni Matarvefsins fór fram í gær og fór þátttaka langt fram úr væntingum. Gæði kakanna voru líka ótrúleg og niðurstaðan er sú að áhugabakarar landsins séu framúrskarandi flinkir og að ári munum við bæta um betur og stækka keppnina og fjölga flokkunum.

Dómnefndin var skipuð þungavigtarfólki í faginu og má þar nefna Hafliða Ragnarsson og Kristínu Sif á K100.

Dómgæslan tók langan tíma og var smakkað fram og til baka. Margir komu til greina en að lokum var það Sandra Dögg Þorsteinsdóttir sem bar sigur úr býtum.

Að auki voru valdar sex aðrar kökur sem verða allar leystar út með gjöfum eftir helgi en fólkið á bak við þær er:

  • Kolbrún Edda Aradóttir með jólaköku með banana, pekan og valhnetum
  • Jóhanna Lilja Þórarinsdóttir með jóladraum
  • Sóley Árnadóttir með súkkulaðiköku með kasjúhnetum og karamellu
  • Heiða María Hannesdóttir með epla-crumble
  • Harpa Atladóttir með saltkaramelludraum
  • Fjóla Einarsdóttir með flödebollujóladraum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert