Sjáið eldhúsið undir stiganum

Sjáið hversu skemmtilegt og grafískt eldhúsið er undir stiganum.
Sjáið hversu skemmtilegt og grafískt eldhúsið er undir stiganum. mbl.is/bobedre.dk_© Peter Kragballe

Þegar þú kannt að sjá möguleikana og nýta öll þau rými sem húsið hefur upp á að bjóða, þá er lítið mál að koma einu eldhúsi fyrir undir stiganum.

Þetta var eitt sinn myrkasta rýmið í húsinu en er nú það bjartasta. Með því að setja saman mismunandi efnisvið og liti, varð útkoman eldhús undir stiganum. Og eiginlega sannkallað listaverk!

Eldhúsið má finna í fallegu húsi í Nørrebro í Danmörku og var útfært af arkitektafyrirtækinu Valbæk Brørup. Hönnunin geymir ýmsa efniviði og liti sem gerir eldhúsið eins einstakt og það er. Eikin í eyjunni gefur til að mynda mikinn hlýleika á móti kaldri stál borðplötunni.

Borðplatan er frá Please Wait to Be Seated og stólarnir …
Borðplatan er frá Please Wait to Be Seated og stólarnir eru hannaðir af Norm Architects fyrir MENU. Ljósakrónan er frá árinu 1947 og er hönnuð af Jørgen Utzon – framleitt af &Tradition. mbl.is/bobedre.dk_© Peter Kragballe
Takið eftir hlýjum viðnum á móti kaldri stál borðplötunni.
Takið eftir hlýjum viðnum á móti kaldri stál borðplötunni. mbl.is/bobedre.dk_© Peter Kragballe
Hér er ekkert til sparað en ofninn er frá Gaggenau.
Hér er ekkert til sparað en ofninn er frá Gaggenau. mbl.is/bobedre.dk_© Peter Kragballe
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert