Bjó til snilldarskipulag fyrir vikumatseðilinn

Við elskum að heyra af góðu skipulagi í eldhúsinu.
Við elskum að heyra af góðu skipulagi í eldhúsinu. mbl.is/Colourbox

Þær deyja ekki ráðalausar önnum köfnu húsmæðurnar sem þurfa yfirleitt að vera á tveimur stöðum í einu.

Jessica Bonnette birti mynd á Facebook-síðu TheALDINerd.com þar sem hún sýnir hvernig hún skiptir niður matarinnkaupum vikunnar. Hún setur öll þurrefnin sem tilheyra hverri máltíð fyrir sig í körfur með miða fyrir það sem vantar af öðrum hráefnum sem liggja í kæli.

Hún segir að það taki smá tíma að flokka og raða öllu niður um helgar, en þegar upp er staðið sparar þetta heilmikinn tíma þegar þú kemur þreyttur heim frá vinnu og þarft að fara tína fram allt það sem á að vera í hverri uppskrift fyrir sig. Þetta er kannski vel þess virði að prófa?

Jessica sorterar allan mat fyrir vikuna og sparar þannig tíma …
Jessica sorterar allan mat fyrir vikuna og sparar þannig tíma þegar hún kemur þreytt heim úr vinnu. mbl.is/Jessica Bonnette/TheALDINerd.com
mbl.is