Búin að þyngjast um 9 kíló eftir að hún hætti á ketó

Jenna Jameson sést hér til vinstri áður en hún fór …
Jenna Jameson sést hér til vinstri áður en hún fór á ketómataræðið og til hægri er hún búin að vera á ketó í rúmt ár.

Hér koma stórfréttir úr ketóheiminum en Jenna Jameson, helsta stjarna mataræðisins, játaði það að hafa tekið sér pásu frá mataræðinu og farið á verðskuldað kolvetnafyllerí með fremur íþyngjandi afleiðingum.

Að sögn Jameson komu kílóin til baka á ógnarhraða svo ekki var við ráðið. Hún er eðlilega ekki sátt en viðurkennir að pásan hafi verið langþráð enda sé ketólífsstíllinn erfiður til lengdar. Hún hafi þó ekki átt von á að þyngjast svona hratt en alls hefur hún þyngst um níu kíló en ekki kemur fram á hve löngum tíma.

En Jameson er engu að síður ánægð með að hafa endurheimt kolvetnin í líf sitt og það er fyrir öllu.

mbl.is