Óveðurssmákökur með súkkulaðidýfu

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þessar smákökur eru algjört æði enda er gott bit í þeim og frábært bragð. Við mælum sum sé 100% með þeim enda algjörlega upp á tíu. Það er meistari Berglind Hreiðars sem á heiðurinn af þessari uppskrift.

Heslihnetusmákökur með súkkulaðidýfu

· 170 g smjör við stofuhita

· 130 g púðursykur

· 1 egg

· 1 tsk. vanilludropar

· 250 g hveiti

· ½ tsk. kanill

· ¼ tsk. salt

· 100 g Til hamingju hakkaðar heslihnetur + meira til skrauts

· 250 g suðusúkkulaði til skrauts

Aðferð:

1. Þeytið saman púðursykur og smjör þar til létt og ljóst.

2. Bætið egginu saman við ásamt vanilludropunum og skafið niður á milli þess sem þið hrærið vel.

3. Blandið hveiti, kanil og salti saman í skál og setjið út í smjörblönduna í nokkrum skömmtum.

4. Að lokum fara hakkaðar heslihneturnar saman við og deiginu er þá hellt á hveitistráðan flöt.

5. Gott er að vera líka með smá hveiti á höndunum og skipta deiginu í tvo jafna hluta.

6. Hvorum hluta er rúllað upp í þétta pylsu sem er um 5 cm í þvermál, rúllan er plöstuð og sett í kæli yfir nótt.

7. Daginn eftir er hvor rúlla um sig skorin í um 12 sneiðar og sneiðarnar bakaðar við 180°C í 15-17 mínútur eða þar til þær gyllast vel í köntunum.

8. Kökurnar eru kældar á grind og því næst er suðusúkkulaði brætt og kökunum dýft til hálfs í súkkulaðið.

9. Hökkuðum heslihnetum er þá stráð yfir súkkulaðihlutann og súkkulaðinu leyft að storkna að nýju áður en bera má kökurnar fram.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert