Stórfurðulegar matarmýtur kveðnar niður

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Hvað er satt og hvað er rétt? Við heyrum oft og tíðum alls kyns sagnir um ákveðna hluti sem ekki endilega eru réttar – eins og t.d. þetta.

Ávextir í dós eru ekki eins næringarríkir og ferskir ávextir
Það er allt satt og rétt um þetta að segja – í það minnsta þegar ávextirnir eru nýtíndir af trjánum. En flestallir ávextir sem við kaupum ferska út úr búð hafa ferðast langar vegalengdir til að komast á áfangastað sem þýðir að þeir hafa tapað einhverju af næringarefnunum á leiðinni.

Þú brennir fleiri hitaeiningum við að borða sellerí
Það er gömul mýta að sellerí innihaldi „neikvæðar“ hitaeiningar sem hefur fengið fólk til að trúa að þú missir fleiri hitaeiningar en selleríið gefur þegar þú borðar það. En því miður reynist þetta ekki vera rétt, þó að sellerí sé frábært snakk fyrir þá sem vilja passa upp á kílóin þar sem hver stöngull inniheldur minna en 10 hitaeiningar.

Að borða C-vítamín spornar við flensu og kvefi
Samkvæmt rannsóknum Reader's Digest er inntaka C-vítamíns einungis virk gegn kvefi hjá t.d. maraþonhlaupurum, skíðamönnum og hermönnum sem eru mikið í köldu lofti.

Þú skalt ekki drekka mjólk þegar þú ert með kvef
Það finnast engar sannanir fyrir því að mjólk auki slím sem þýðir að það er algjör óþarfi að hætta að drekka mjólk þegar þú ert með kvef.

Það er jafnslæmt að borða hnetur og skyndimat
Hnetur eru ríkar af próteinum og öðrum næringarefnum. En það er ekki mælt með því að borða þær í stórum skömmtum. Handfylli á dag er meira en nóg. Samkvæmt rannsóknum er regluleg neysla hneta líkleg til að til að koma í veg fyrir vandamál í hjarta.

Það er í góðu lagi að drekka mjólk þegar þú …
Það er í góðu lagi að drekka mjólk þegar þú ert kvefaður. mbl.is/Colourbox
mbl.is/pinterest
mbl.is