Vara viðskiptavini við vindhviðum

Sterkar vindkviður geta myndast fyrir utan Höfðatorg.
Sterkar vindkviður geta myndast fyrir utan Höfðatorg. Styrmir Kári

Hamborgarafabrikkan vill beina þeim tilmælum til þeirra sem hafa hug á að sækja Hamborgarafabrikkuna á Höfðatorgi í dag að vara sig á veðrinu og nýta sér bílastæðakjallarann undir Turninum.

Vindhraðinn við Höfðatorg getur orðið mikill, sérstaklega við enda Turnsins, og hafa slys átt sér stað þegar fólk missir fótanna í vindhviðum.

Einnig er mikilvægt að hafa í huga að það er þjóðráð að skríða í miklum vindi en alls ekki reyna hlaupa undan honum. Það getur hreinlega lyft fólki á flug.

Hamborgarafabrikkan starfrækir líka veitingastað í Kringlunni og þar er innangengt beint úr bílastæðahúsi. Báðir staðir verða opnir í dag og á morgun og heitt á grillinu.

Jói á Hamborgarafabrikkunni.
Jói á Hamborgarafabrikkunni. Eggert Jóhannesson
mbl.is