Bestu ráðin til að barrið falli ekki af trénu

Ertu með lifandi tré? Lestu þá yfir þessi ráð varðandi …
Ertu með lifandi tré? Lestu þá yfir þessi ráð varðandi barrið á trénu. mbl.is/Colourbox

Við getum kannski ekki 100% ábyrgst að barrið muni bara alls ekki falla af jólatrénu í ár en þessi skotheldu ráð munu í það minnsta hjálpa til.

Þeir sem skreyta með lifandi trjám heima um jólin kannast alveg pottþétt við þetta málefni – að finna barr út um allt hús og þá sérstaklega í kringum jólatréð. En ef þú vilt jólatré sem dugar lengur en önnur tré skaltu forðast að kaupa rauðgreni – veldu frekar normannsþin eða aðra trjátegund.

7 ráð til að halda barrinu á trénu:

  1. Leyfðu trénu að vera sem lengst í netinu og mögulegt er.
  2. Geymdu jólatréð á köldum og rökum stað til að viðhalda vatninu í barrinu á trénu.
  3. Skerið um 1—2 cm af jólatrésfætinum og stillið trénu í bala með vatni svo það fái nýtt vatn þegar þörf er á.
  4. Settu 1—2 kodimagnyl út í vatnið. Þökk sé virka efninu asetýlsalisýlsýru mun viðurinn haldast ferskur í lengri tíma. Töflurnar hafa sömu áhrif og litlu duftpokarnir sem fylgja oft afskornum blómvöndum.
  5. Bíddu eins lengi og þú getur með að bjóða trénu inn í stofu.
  6. Passið að jólatréð standi ekki upp við ofna eða arinn, þar sem tréð mun þorna fyrr en ella.
  7. Notið jólatrésfót með innbyggðum vatnsskammtara ef tréð á að standa ferskt og flott innandyra í meira en 14 daga.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert