„Bókin sem ég hefði viljað eiga"

Frikki Dór með nýju bókina.
Frikki Dór með nýju bókina. Eggert Jóhannesson

Út er komin bókin Léttir réttir með Frikka Dór sem er, eins og nafnið gefur til kynna, matreiðslubók eftir einn ástsælasta tónlistarmann þjóðarinnar. Hann vendir hér kvæði sínu í kross og kennir byrjendum í eldhúsinu öll helstu handtökin eins og honum einum er lagið.

„Þetta er bókin sem ég vildi að ég hefði átt þegar ég var yngri og kunni lítið sem ekkert fyrir mér í eldhúsinu,“ segir Frikki um bókina en bókinn er sneisafull af girnilegum uppskriftum sem eiga það sammerkt að vera bæði bragðgóðar og einfaldar.

Frikki segir að hugmyndin að bókin hafi kviknað yfir léttri máltíð með góðum vinum. „Okkur datt í hug að það væri gaman að gefa út einfalda og aðgengilega matreiðslubók sem innihéldi einfaldar en bragðgóðar uppskriftir. En það sem gerir bókina finnst mér samt vera allar viðbótarupplýsingarnar. Bæði þær sem fylgja uppskriftunum og líka þessar grunnupplýsingar sem við förum yfir á léttan og skemmtilegan máta í byrjun bókarinnar.“

Engar afsakanir lengur

„Bókin er ætluð öllum byrjendum í eldhúsinu og þeim sem hafa reynt að byrja en gefist upp. Ég segi alltaf að þetta sé bókin sem ég hefði viljað eiga þegar ég kom heim í hádeginu sem unglingur og líka þegar ég flutti að heiman.

Svo er ég líka að vona að fólk sem er í sambandi með einhverjum sem er meistari í afsökunum í eldhúsinu, gefi maka sínum bókina. Þar með hverfa allar afsakanir á einu bretti og makinn breytist í hreinræktaðan meistara í eldhúsinu.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að elda?

„Mér finnst alveg rosalega gaman og mikil stemning í að leika mér í pítsugerð. Skemmtilegast er á sumrin að bjóða fólki heim á pallinn og dæla út pítsu á eftir pítsu þar sem maður prófar hinar og þessar samsetningar. Ég á líka svona lítinn eldofn, það gefur alltaf nokkur auka stemningsstig! Svo er uppáhaldsmaturinn spaghetti carbonara - það klikkar aldrei.“

Hvað er nauðsynlegt að eiga alltaf í ísskápnum?

„Ég myndi segja egg. Hvort sem maður vill sjóða, steikja, hræra eða gera ommelettu, nota þau í bakstur, carbonara eða hvað sem er. Egg koma sér ótrúlega oft vel.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »