Má fara með jólasteikina til útlanda?

mbl.is/TheKitch

Íslendingar sem eru á faraldsfæti yfir hátíðirnar hyggjast margir hafa meðferðis kjöt fyrir vini og vandamenn erlendis. Mikilvægt er að kynna sér vel reglur um slíkan flutning á dýraafurðum á milli landa. Óleyfileg matvæli eru tekin af ferðamönnum við tollskoðun og slíkt getur varðað sektum. Samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun eru þetta almennu reglurnar sem eru í gangi:

<h2><span>Evrópska efnahagssvæðið</span></h2>

<span>Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 10 kg af kjöti (dýraafurðum) frá Íslandi til landa innan Evrópska efnahagssvæðisins til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.</span>

<h2><span>Bandaríkin</span></h2>

<span>Heimilt er að hafa meðferðis í farangri allt að 22,6 kg (50 pund) af lambakjöti frá Íslandi til Bandaríkjanna til einkaneyslu. Upprunamerking kemur fram á pakkningum og ekki er þörf á sérstöku vottorði.</span>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert