Slippbarinn valinn besti kokteilabarinn

Íslenskir barir og barþjónar voru verðlaunaðir í fyrsta sinn á hinni árlegu verðlaunahátíð Bartenders' Choice Awards um liðna helgi.

Íslenskir barir og barþjónar voru verðlaunaðir í fyrsta sinn á hinni árlegu verðlaunahátíð Bartenders' Choice Awards um liðna helgi. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin eru veitt og fór verðlaunahátíðin fram á Grand Hotel í Stokkhólmi.

Slippbarinn var valinn besti kokteilabarinn og þótti sömuleiðis vera með besta kokteilaseðilinn hér á landi. Fjallkonan var valin besti nýi kokteilabarinn. Besta andrúmsloftið þótti vera á Veður og besti veitingastaðurinn var Matbar.

Apótekið sigraði í vali fólksins, Siggi Sigurðsson hlaut viðurkenningu fyrir framlag til að bæta barmenningu en Jónas Heiðarr á Jungle þótti vera besti barþjónninn. Besti kokteillinn var valinn Dillagin sem reiddur er fram á Apótekinu.

Bransaverðlaunin Bartenders' Choice Awards eru veitt ár hvert og markmiðið með þeim er að verðlauna þá sem skara fram úr á norrænu barsenunni. Stofnað var til verðlaunanna árið 2010 og þykja þau afar eftirsóknarverð innan veitingabransans.

BCA-verðlaunin voru fyrstu árin aðeins veitt í Svíþjóð en árið 2017 bættust fleiri lönd við. Að þessu sinni voru þau veitt börum og barþjónum í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og Íslandi í fyrsta sinn. Þar að auki eru veitt sérstök alþjóðleg verðlaun BCA.

Niðurstöðurnar eru fengnar með vali yfir þrjú hundruð fagmanna innan veitingabransans og sérfræðinga um kokteila.

Þrjár tilnefningar voru í hverjum flokki. Meðal íslenskra bara sem hlutu tilnefningu en misstu af verðlaunum að þessu sinni voru Karólína craft bar, Eiríksson brasserie, Pablo Discobar, Sumac, Public House og Kol.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »