Hlutir sem á alls ekki að geyma inn á baðherbergi

Það er ýmislegt sem við geymum inni á baði sem …
Það er ýmislegt sem við geymum inni á baði sem þykir ekki ráðlagt að gera, til dæmis snyrtivörur. mbl.is/

Við geymum allt milli himins og jarðar inn á baðherbergi og erum flest öll stórsek þegar kemur að þessum atriðum. En hér er eitt og annað sem á bara alls ekki heima inn á baði.

Snyrtivörur
Þumalfingrareglan er sú að snyrtivörur eiga að geymast við stofuhita. Og því er sveiflukennt hitastig baðherbergisins ekki það besta. Spurning hvort svefnherbergið sé betri kostur?

Lyf
Hver kannast ekki við að vera með lyfjaskápinn inni á baði? Lyf eiga alls ekki heima í raka og ber að geyma við stofuhita nema annað sé tekið fram.

Raftæki
Ef þú ert ein/n af þeim sem hlustar á útvarpið í sturtu skaltu athuga hvort hátalarinn þoli rakann sem þar getur myndast.

Skartgripir
Það er voða fallegt að sjá skartgripina hanga og vera alltaf til taks inni á baði, en að sama skapi alveg snargalið þegar kemur að rakanum.

Naglalakk
Naglalakk getur haldið sér lengi ef þú geymir það rétt – og þá ekki inni á baðherbergi. Þau geymast best við stofuhita, en ekki í ísskáp eins og svo margir halda.

Snyrtivörur, naglalökk og lyf er ekki ráðlagt að geyma inni …
Snyrtivörur, naglalökk og lyf er ekki ráðlagt að geyma inni á baðherbergi. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Loka