Pakkaleikurinn sem þú verður að prófa

Pakkaleikir eru sívinsælir í jólaboðum og þessi útgáfa er alveg …
Pakkaleikir eru sívinsælir í jólaboðum og þessi útgáfa er alveg brill! mbl.is/Colourbox

Við mælum svo 100% með að fara eftir þessum reglum í næsta pakkaleik sem flest okkar leika í það minnsta einu sinni yfir jólin.

Gjafir og gleði eru einkennandi í ýmsum formum í kringum aðventuna og hér bætum við aðeins í leikreglurnar með ofnhanska og jólasveinahúfu. Við lofum góðu gríni við borðið!

Allt sem til þarf:

  • Teningar (1 til 2, fer eftir því hvað maður vill)
  • Ofnhanskar
  • Jólasveinahúfa
  • Gjafir

Leikreglurnar:

  • Þú kastar teningnum þar til talan 6 kemur upp.
  • Settu þá á þig jólasveinahúfu og ofnhanska og reyndu að opna pakkann.
  • Á meðan kastar næsti maður við þig og reynir að fá 6 á teninginn.
  • Gangi þér vel!
mbl.is