Vara við neyslu samloku með ofnæmisvöldum

Merkimiðar á samlokunum víxluðust. Mynd úr safni.
Merkimiðar á samlokunum víxluðust. Mynd úr safni.

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur tegundum af samlokum frá vörumerkinu Dagnýju og co. Merkimiðum var víxlað með þeim afleiðingum að hvorug varan er með rétta innihaldslýsingu, m.a. á ofnæmis- og óþolsvöldum, auk þess sem önnur er ranglega merkt VEGAN.

Fyrirtækið Álfsaga ehf. er að innkalla vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Tekið skal fram að varan er skaðlaus fyrir þá sem ekki eru með ofnæmi. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og er með ofnæmi eða óþol eru beðnir að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt. 

mbl.is