Búast við blóðugum slagsmálum út af nýju kókflöskunum

Ljósmynd/Coca Cola

Einungis 8.000 flöskur eru í boði og er búist við að allt verði vitlaust hinn 22. desember næstkomandi þegar lokavísbendingin verður sett í loftið um hvar flöskurnar er að finna.

Við erum að sjálfsögðu að tala um nýju kókflöskurnar sem eru með glóandi geislasverði sem hægt er að kveikja á með því að ýta á takka.

Flöskurnar þykja svo flottar að fólk heldur vart vatni af hrifningu en eins og áður segir verða eingöngu 8.000 eintök í boði og bara í Singapúr.

Nánar má lesa um málið HÉR.mbl.is