Tobba komin í matvælaframleiðslu — fyrstu vörurnar fáanlegar í dag

Tobba og mamma hennar.
Tobba og mamma hennar. Ljósmynd/Náttúrulega gott

Tobba Marinósdóttir stofnaði nýverið fyrirtæki með Guðbjörgu Birkis móður sinni. Fyrirtækið, sem ber nafnið Náttúrulega gott, framleiðir hágæðamatvöru svo sem handgert granóla úr íslenskum höfrum og án viðbætts sykurs. „Við notum aðeins ávexti til að sæta granólað. Engin sætuefni eða aukaefni. Hér er komið strangheiðarlegt gúmmelaði úr fáum og virkilega hollum innihaldsefnum,“ segir Tobba.

Umbúðirnar eru einstaklega fallegar.
Umbúðirnar eru einstaklega fallegar. Ljósmynd/Náttúrulega gott
Slagorð fyrirtækisins er: Mamma þín vill að þú borðir þetta! „Slagorðið vísar í að allt sem við framleiðum getur yngsta dóttir mín sem er eins árs borðað. Ef hún má ekki borða það myndum við mæðgur ekki selja það.“
Fyrsta varan, granóla með eplum, kanil, kókos og pekanhnetum, kemur í verslanir Bónuss innan skamms en fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna verða fyrstu pokarnir seldir á matarmarkaðnum í Hörpu nú um helgina.
Mikil vinna hefur farið í vöruþróun til að ná hinni …
Mikil vinna hefur farið í vöruþróun til að ná hinni fullkomnu samsettningu. Ljósmynd/Náttúrulega gott
„Við höfum unnið allan sólarhringinn síðastliðnar vikur. Þrjár kynslóðir hafa staðið bak í bak við að pakka síðustu daga; amma, mamma og ég. Pabbi sá svo um að sendast út um allan bæ og litla systir passar börnin okkar Kalla því hann er jú fluttur í Háskólabíó út desember. Þetta hafðist allt og nú bíða nokkur hundruð pokar af himneski hamingju eftir að kæta kroppa landsmanna,“ segir Tobba alsæl með frumraunina sem hlotið hefur mikið lof meðal vina og ættingja. 
Þrjár kynslóðir í stuði. Hér má sjá Tobbu ásamt móður …
Þrjár kynslóðir í stuði. Hér má sjá Tobbu ásamt móður sinni og ömmu. Ljósmynd/Náttúrulega gott
Hægt er að nálgast facebooksíðu Náttúrulega gott HÉR.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert