Sagði upp með því að syngja lag til yfirmanns síns

Ljósmynd/Anesti Danielis

Hvað gerir maður þegar yfirmaðurinn hlær að tilraunum þínum til að fá stöðuhækkun - þrátt fyrir að þú hafir starfað hjá fyrirtækinu í fjölda ára og sért frekar frambærilegur starfsmaður (að eigin mati)?

Starbucks starfsmaðurinn Anesti Danelis lennti einmitt í þessu á dögunum þegar að beiðni hans um stöðuhækkun var fremur fálega tekið. Danelis ákvað að segja starfi sínu lausu en ákvað jafnframt að gera það með tilþrifum.

Hann samdi því lag til yfirmanns síns þar sem hann tilkynnir uppsögnina og ástæður hennar.

Danelis deildi myndbandi af uppákomunni með vinum sínum og síðar á YouTube rás sinni. Öllum að óvörum fór myndbandið á flug og nú hefur um hálf milljón manna horft á myndbandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert